Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Súld og stemning á þjóðhátíðardeginum í ár
Frá þjóðhátíðardeginum í Reykjanesbæ í fyrra.
Þriðjudagur 16. júní 2015 kl. 16:24

Súld og stemning á þjóðhátíðardeginum í ár

Skýjað og dálítil súld er spáð á suðvesturhorninu á þjóðhátíðardegi Íslendinga, 17. júní, á morgun. Sannir Íslendingar láta slíkt ekki stoppa sig og taka þátt í þessum árlegu hátíðarhöldum í heimabæjum sínum.

Reykjanesbær:

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þjóðhátíðardagskrá Reykjanesbæjar verður með hefðbundnu sniði í ár og 17. júní hlaup Ungmennafélags Njarðvíkur verður á sínum stað. Það er fyrsti dagskrárliðurinn í ár, hefst kl. 11:00 við Stapa. Hátíðarguðsþjónusta verður í Ytri-Njarðvíkurkirkju kl 12:30.

Að venju munu skátar úr Heiðarbúum leiða skrúðgöngu í skrúðgarðinn og hefst gangan við Skátaheimilið kl. 13:30. Lúðrasveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar leiðir gönguna. Hátíðardagskráin hefst kl. 14:00 með því að Brynja Árnadóttir fyrrverandi skólastjóri dregur þjóðfánann að húni. Að loknum söng Karlakórs Keflavíkur mun Anna Lóa Ólafsdóttir, forseti bæjarstjórnar, setja hátíðardagskrá. Guðlaug Björt Júlíusdóttir nýstúdent mun flytja ávarp fjallkonnar og ræðu dagsins heldur Sr. Erla Guðmundsdóttir sóknarprestur.

Boðið verður upp á ýmiss konar skemmtidagskrá í skrúðgarðinum, bæði á sviði og víðs vegar um garðinn. Ýmis félagasamtök verða með kaffisölur. Sérstök skemmtidagskrá fyrir ungt fólk verður framreidd í Ungmennagarðinum við 88Húsið frá kl. 19:30 til 22:00.

Benda má á að Víkingaheimir, Rokksafn Íslands og Duus safnahús verða opin 17. júní.

Sandgerði:

Í Sandgerði verður fjölskyldudagur og verður Kvenfélagið Hvöt með kaffiveitingar í Grunnskólanum í Sandgerði milli kl. 15:00 og 17:00. Á sama tíma verður boðið upp á ýmsa leiki eins og boðhlaup og KUBB á lóð skólans, auk þess sem íþróttafélög bæjarins verða með ýmsar þrautir.

Grindavík:

Í Grindavík hefjast hátíðarhöld kl. átta þegar fánar verða dregnir að húni og guðsþjónusta verður í Grindavíkurkirkju. Eftir hádegi verður karamelluregn, fánareið hestamannafélagsins Brimfaxa og skemmtidagskrá við Kvikuna frá kl. 14-16. Þar verður m.a. söngkeppni 14 ára og yngri og fjallkona heimsækir Víðihlíð/Miðgarð. Um kvöldið verður svo Bubblebolti í í þróttahúsinu og Raggi Bjarna og Þorgeir Ástvalds verða með skemmtun og tónleika á Sjómannastofunni Vör.
 

Garður:

Hópur foreldra verðandi 10. bekkinga í Gerðaskóla í Garði hafa unnið að skipulagi hátíðardagskrár sem hefst í Útskálakirkju og verður framhaldið eftir skrúðgöngu frá kirkju og yfir í grunnskólann, á sal Gerðaskóla, Miðgarði. Hátíðarmessan hefst kl. 13.00, áætlað er að skrúðgangan hefjist frá kirkjunni kl. 13:30 og dagskrá í Gerðaskóla kl. 14:00.