Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Súlan sett upp í nágrenni Duus-safnahúsa
Súlan, menningarverðlaun Reykjanesbæjar eftir Elísabetu Ásberg.
Sunnudagur 22. apríl 2018 kl. 06:00

Súlan sett upp í nágrenni Duus-safnahúsa

Eftirmynd af Súlunni, menningarverðlaunum Reykjanesbæjar, eftir listakonuna Elísabetu Ásberg verður sett upp í nágrenni Duus Safnahúsa í ár í tilefni afmælis þriggja menningarstofnana bæjarins, þ.e. safnanna þriggja; Bókasafns Reykjanesbæjar sem verður 60 ára, Byggðasafns Reykjanesbæjar sem verður 40 ára og Listasafns Reykjanesbæjar sem verður 15 ára. Það er Menningarráð Reykjanesbæjar sem leggur þetta til og mælir með að á stöpulinn verði síðan sett nöfn þeirra aðila sem hlotið hafa menningarverðlaun bæjarins frá upphafi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024