Súlan komin á bíl Árna Sigfússonar
Árni Sigfússon, verðandi bæjarstjóri í Reykjanesbæ, keypti í kvöld tvö fyrstu merkin í fjáröflunarátaki skáta í Reykjanesbæ. Skátar munu næstu daga bjóða bæjarbúum til kaups bílnúmeramerki með Súlunni, bæjarmerki Reykjanesbæjar.Súlan var límd á númeraplötur bæjarstjórnans verðandi í kvöld, en Árni mun taka við starfi bæjarstjóra í næstu viku.
Nánar um þessa fjáröflun skáta í Víkurfréttum á fimmtudaginn.
Nánar um þessa fjáröflun skáta í Víkurfréttum á fimmtudaginn.