Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Súlan afhent í Duushúsum á morgun
Þriðjudagur 7. nóvember 2006 kl. 14:30

Súlan afhent í Duushúsum á morgun

Súlan, menningarverðlaun Reykjanesbæjar árið 2006, verður afhent við formlega athöfn í Duushúsum á morgun, miðvikudaginn 8. nóvember kl. 18:00. 

Að venju verða veittar tvær viðurkenningar, annars vegar til hóps eða einstaklings sem unnið hefur vel að menningarmálum í bæjarfélaginu og hins vegar til fyrirtækis sem stutt hefur við menningarlíf  bæjarins með fjárstyrk eða með öðrum hætti.

Verðlaunagripirnir sem  afhentir verða handhöfum menningarverðlaunanna eru  hannaðir og smíðaðir af Elísabetu Ásberg listakonu.

Við sama tækifæri verða menningarstyrki ársins afhentir og undirritaðir verða samningar milli Reykjanesbæjar og 12 menningarhópa sem starfa í bæjarfélaginu.

Athöfnin fer fram í hinum nýja Bíósal í Duushúsum. 

Allir velunnarar menningarlífs í Reykjanesbæ eru hjartanlega velkomnir til að gleðjast yfir blómlegu menningarlífi í bæjarfélaginu og þiggja léttar veitingar. Í tilefni dagsins verður nýtt hljóðfæri vígt í Bíósalnum og er tónlistardagskráin í höndum Tónlistarskóla Reykjanesbæjar.

Þeir sem áður hafa hlotið Súluna eru:

1997  Birgir Guðnason (friðun gamalla húsa)
Sigrún Hauksdóttir (aðstoð við myndlistarmenn)
Ragnheiður Skúladóttir  (tónl.kennari og undirleikari)
Keflavíkurverktakar (velvild og fjárhagslegur stuðningur)
1998  Guðleifur Sigurjónsson    (Byggðasafn og saga Keflavíkur)
Sparisjóðurinn (velvild og fárhagslegur stuðningur)
1999  Rúnar Júlíusson (efling tónlistar og kynning á bænum)
Hitaveitan     ( velvild og fjárhagslegur stuðningur)
2000 Kjartan Már Kjartansson ( efling tónlistarlífs og alm. menningarmál)
Kaupfélag Suðurnesja.   (velvild og fjárahagslegur)
2001  Karen Sturlaugsson ( efling tónlistarlífs í bænum)
Ný-ung (kaup og uppsetning á útilistaverki)
2002  Upphafshópur Baðstofunnar (efling myndlistarlífs í bænum)
Hótel Keflavík  (stuðningur við Ljósanótt)
2003  Karlakór Keflavíkur  (efling tónlistarlífs í áratugi)
Íslandsbanki (velvild og fjárhagslegur stuðningur)
2004  Hjördís Árnadóttir (efling menningarlífs, leikfélag og myndlistarfélag)
Geimsteinn  (velvild og stuðningur við unga tónlistarmenn)
2005  Faxi (ómetanleg heimild um sögu og menningu í Reykjanesbæ)
Nesprýði  (velvild og fjárhagslegur stuðningur)

 

Texti: www.reykjanesbaer.is

 

Mynd úr safni VF: Verðlaunahafar 2005 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024