Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Súlan, menningarverðlaun Reykjanesbæjar, afhent í dag
Þriðjudagur 29. nóvember 2005 kl. 11:28

Súlan, menningarverðlaun Reykjanesbæjar, afhent í dag

Menningarverðlaun Reykjanesbæjar árið 2005 verða afhent í níunda sinn við formlega athöfn í Duushúsum í dag kl. 17.30.

Að venju verða veitt tvenn verðlaun, annars vegar til hóps eða einstaklings sem unnið hefur vel að menningarmálum í bæjarfélaginu, og hins vegar til fyrirtækis sem stutt hefur við menningarlíf bæjarins með fjárstyrk eða með öðrum hætti.

Verðlaunahafar fá afhent skjal og listgripinn Súluna sem Elísabet Ásberg hefur hannað og smíðað en fuglinn súluna má sjá í merki Reykjanesbæjar.

Við sama tækifæri mun formaður Menningar-, íþrótta- og tómstundarráðs afhenda menningarstyrki ársins og bæjarstjóri mun undirrita samninga milli Reykjanesbæjar og tveggja nýrra menningarhópa sem hafa komið með miklum krafti inn í menningarlíf bæjarins á síðastu tveimur árum. Þessir tveir hópar eru Suðsuðvestur, nýlistagallerí og Rythma- og blúsfélag Reykjanesbæjar. Eftir undirritun þessara samninga eru 7 menningarfélög í Reykjanesbæ komin með menningarsamninga við bæjarfélagið.

Athöfnin fer fram í sal Listasafns Reykjanesbæjar í Duushúsum og eru allir velunnararar menningarlífs í Reykjanesbæ velkomnir.

VF-mynd/Þorgils: Verðlaunahafar síðasta árs
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024