Mánudagur 10. apríl 2017 kl. 09:47
Súkkulaðisætir Njarðvíkingar
Páskaeggjaleit í skrúðgarðinum
Njarðvíkingar þjófstörtuðu páskunum í gær og efndu til páskaeggjaleitar í skrúðgarðinum í Njarðvík. Það var handagangur í öskjunni enda gómsætt súkkulaði í boði fyrir þá fundvísu. Allir fóru sælir og saddir heim en boðið var upp á heitt súkkulaði til þess að skola niður eggjunum.