Suðurvellir í samstarf við Íþróttaakademíuna
 Heilsuleikskólinn Suðurvellir í Vogum hefur tekið upp samstarf við Íþróttaakademíuna um vettvangsnám íþróttakennaranema.
Heilsuleikskólinn Suðurvellir í Vogum hefur tekið upp samstarf við Íþróttaakademíuna um vettvangsnám íþróttakennaranema.Það felur í sér að nemendur við akademíuna koma og vinna með börnunum, en á Suðurvöllum er einmitt lögð áhersla á heilsusamlegt mataræði og hreyfingu. Þar starfar einnig íþróttakennarinn Baldvin Júlíus Baldvinsson.
Fyrsti neminn var við störf í síðastliðinni viku, en þar var Jón Norðdal Hafsteinsson, sem er einnig þekktur fyrir körfuknattleiksiðkun, en í næsta mánuði kemur annar og svo koll af kolli.
Fulltrúar leikskólans segja þetta verkefni afar ánægjulegt innlegg í starfið og góða tengingu milli háskóla og leikskólastarfs á svæðinu.
Mynd/vogar.is: Jón með börnunum á Suðurvöllum

 
	
			

 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				