Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

  • Suðurnesjatónar vinsælir á árinu
    Garðbúinn Nanna Bryndís og Keflvíkingurinn Brynjar Leifsson eru í hinni vinsæli sveit OMAM.
  • Suðurnesjatónar vinsælir á árinu
Fimmtudagur 5. janúar 2017 kl. 06:31

Suðurnesjatónar vinsælir á árinu

Heyrðu lögin af topp 100 lista Rásar 2

Hin Suðurnesjaættaða hljómsveit Of monsters and men á tvö af 100 vinsælustu lögum ársins á Rás 2 árið 2016, en lagið Wolves without teeth komst í 8. sæti listans. Lagið Organs með sveitinni kemst svo í sæti 64. Fleiri listamenn af Suðurnesjum gerðu það gott á listanum en Hjálmar og Mr. Silla eiga lagið í 13. sæti en þar er á ferðinni gamli Hljómasmellurinn Er hann birtist. Valdimar kom með neglu seint á árinu en lagið Slétt og fellt skreið í 15. sæti á listanum.

Sxsxsx náðu laginu Up down í 18. sæti, en þar innanborðs er Grindvíkingurinn Björn Valur Pálsson sem hefur unnið mikið með Emmsjé Gauta og Úlfi Úlfi undanfarin ár. Hér að neðan má sjá myndbönd við öll þessi lög.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024