Suðurnesjatónar vinsælir á árinu
Heyrðu lögin af topp 100 lista Rásar 2
Hin Suðurnesjaættaða hljómsveit Of monsters and men á tvö af 100 vinsælustu lögum ársins á Rás 2 árið 2016, en lagið Wolves without teeth komst í 8. sæti listans. Lagið Organs með sveitinni kemst svo í sæti 64. Fleiri listamenn af Suðurnesjum gerðu það gott á listanum en Hjálmar og Mr. Silla eiga lagið í 13. sæti en þar er á ferðinni gamli Hljómasmellurinn Er hann birtist. Valdimar kom með neglu seint á árinu en lagið Slétt og fellt skreið í 15. sæti á listanum.
Sxsxsx náðu laginu Up down í 18. sæti, en þar innanborðs er Grindvíkingurinn Björn Valur Pálsson sem hefur unnið mikið með Emmsjé Gauta og Úlfi Úlfi undanfarin ár. Hér að neðan má sjá myndbönd við öll þessi lög.