Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Suðurnesjaþingmennirnir hressir
Föstudagur 15. október 2004 kl. 10:35

Suðurnesjaþingmennirnir hressir

Þingmenn Suðurnesja voru hressir þegar ljósmyndari Víkurfrétta leit við í Alþingishúsinu á dögunum. Hjálmar Árnason framsóknarflokki, Böðvar Jónsson Sjálfstæðisflokki og Jón Gunnarsson Samfylkingu stilltu sér í mestu makindum upp til myndatökunnar og var stutt í brosið hjá þeim öllum. Það hefur enda margoft komið fram í máli þingmanna að utan þrasyrða úr ræðustól Alþingis séu menn mestu mátar þegar úr stólnum er komið.

Böðvar Jónsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ situr nú í fyrsta sinn á Alþingi. Þessa stundina er hann að leysa Guðjón Hjörleifsson af störfum en þegar Guðjón snýr aftur mun Böðvar fylla í skarðið fyrir Kjartan Ólafsson.
„Þessir fyrstu dagar hafa verið ljómandi skemmtilegir og mjög athyglisverðir, ég hef verið að koma mér í takt við þau verkefni sem eru í gangi,“ sagði Böðvar. „Á Alþingi eru hlutirnir mun stærri í sniðum en í bæjarpólitíkinni og gerast þar af leiðandi mun hægar.“ Aðspurður sagði Böðvar að það yrði bara að koma í ljós þegar afleysingunum væri lokið hvort hann hygði á framtíðarferil inni á Alþingi. 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024