Suðurnesjamenn vinni saman að jákvæðri ímynd sinni
Guðlaugur Helgi Sigurjónsson, framkvæmdastjóri hjá Reykjanesbæ, gerir upp árið 2013.
Guðlaugur Helgi Sigurjónsson, framkvæmdastjóri hjá Reykjanesbæ, gerir upp árið 2013.
Hvað stóð upp úr í fréttum ársins 2013 á Suðurnesjum?
Ætli það sé ekki umræðan um nýtt hjúkrunarheimili að Nesvöllum því ég er svo nátengdur því verkefni. Hlakka mikið til þegar rekstur hefst í nýju stórglæsilegu hjúkrunarheimili fyrir okkur Suðurnesjamenn.
Hvaða Suðurnesjamaður var mest áberandi að þínu mati þetta árið?
Ætla að nefna fyrrverandi sófadýrið Hilmar Braga Bárðarson sem breytti um lífstíl og fór að ganga og hreyfa sig eins og enginn væri morgundagurinn. Góð fyrirmynd fyrir þá sem eru í sömu sporum og hann var.
Hvað var það jákvæðasta sem gerðist á árinu?
Hve marga öfluga þingmenn við Suðurnesjamenn fengum í síðustu alþingiskosningum úr öllum flokkum. Verður spennandi að sjá hvernig þau standa sig fyrir okkur.
En það neikvæðasta?
Liverpool varð ekki enskur meistari. (:
Hvað stóð upp úr persónulega hjá þér á þessu ári?
Margt sem stendur uppúr, frábær Spánarferð með fjölskyldunni, fór í fyrsta skiptið hringinn um okkar fagra land (landleiðina), fór í sjósund í Borgafirði eystra og hljóp í fyrsta skiptið „official“ hálft maraþon í Reykjavíkurmaraþoninu.
Ætlar þú að strengja áramótaheit?
Búinn að setja saman „Bucket list“ sem sumpart felur í sér einhver heit.
Hvað jákvæðu breytingar viltu sjá á Suðurnesjum á nýju ári?
Vil að allir Suðurnesjamenn taki höndum saman og vinni að því að við fáum jákvæða ímynd á landsvísu, hvort sem það er í umhverfismálum, samfélagsmálum eða umferðarmálum. Höfum upp á svo ótal margt að bjóða og þurfum að vera stolt af því.
Hvaða Suðurnesjamanni hefurðu mesta trú á og hvers vegna?
Árna Sigfússyni, ekki spurning. Mjög ánægður með að hann ætlar að gefa sig fram aftur sem oddviti og þar með bæjarstjóraefni Sjálfsæðisflokksins. Vinn með honum á hverjum degi. Duglegri og áhugasamari manni hef ég ekki kynnst og hefur reynst mér mjög vel sem yfirmaður og veit að hann vill þessu samfélagi allt hið besta. Hefur skýra framtíðarsýn og menn verða vita hvert á að stefna til að komast áfram.