Suðurnesjamenn standa sig vel í Morfís
Liðsmenn ræðuliðs Fjölbrautaskóla Suðurnesja eru ekki þeir einu sem gera það gott í Morfís, mælsku- og ræðukeppni framhaldskóla á Íslandi. Njarðvíkingarnir Breki Logason og Einar S. Oddsson tóku einnig þátt í keppninni fyrir hönd sinna skóla og stóðu sig mjög vel en þeir stunda nám í Reykjavík. Einar er frummælandi liðs MR sem sigraði Kvennaskólann í síðustu viku. Þá var Breki Logason valinn ræðumaður kvöldsins þegar Verslunarskólinn sigraði MS sl. fimmtudag og eru því báðir skólanir komnir í 8-liða úrslit ásamt FS og fleiri skólum.Ekki hefur enn verið dregið í 8-liða úrslitum í keppninni.