Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Suðurnesjamenn kunna ekki að gefa stefnuljós
Laugardagur 11. ágúst 2018 kl. 06:00

Suðurnesjamenn kunna ekki að gefa stefnuljós

-Aðfluttur svarar spurningum um Keflavík

Ívar Gunnarsson er aðfluttur Keflvíkingur sem hefur búið í bítlabænum í u.þ.b. 6 ár, en hann bjó síðast í Kópavogi. Ívar hefur oft fengið spurninguna „Hvernig er það að hafa flutt af höfuðborgarsvæðinu og til Keflavíkur?“ Ívari fannst tilvalið að búa til efni sem hann gæti vísað fólki á þegar það spurði hann þessarar spurningar svo hann þyrfti ekki alltaf að vera að svara sömu spurningunni aftur og aftur.

Þá datt honum í hug að gera YouTube myndband þar sem helstu spurningar og svör um búsetu hans í Keflavík koma fram. Í myndbandinu talar hann m.a. um að Suðurnesjamenn kunni ekki að gefa stefnuljós þó þeir séum tillitssamari en Reykvíkingar í umferðinni. Hann talar líka um álverið í Helguvík, flugumferðina og nefnir alla kosti bæjarfélagsins.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sjá má myndbandið í heild sinni hér að neðan: