Suðurnesjamenn Gylfa á Bókasafninu
Í kvöld fór fram á Bókasafni Reykjanesbæjar kynning á nýrri bók um Suðurnesjamenn eftir Suðurnesjamanninn og skólastjórann Gylfa Guðmundsson en kynningin var haldin í samvinnu við útgefendur og Bókabúð Keflavíkur.
Rúnar Júlíusson kynnti jafnramt nýjan geisladisk "Fólk eins og við" sem kemur út nú fyrir jólin. Gylfi las úr bókinni óborganlegar sögur af þekktum Suðurnesjamönnum og Rúnar lék á gítarinn nokkur lög af nýja diskinum.Kynningin var haldin í samvinnu við útgefendur, Bókabúð Keflavíkur og bókasafnið. Í lokin gæddu gestir sér á kaffi og konfekti og fjárfestu í bók Gylfa og geisladiski Rúnars sem voru á tilboði í tilefni dagsins.
Texti og mynd af vef Reykjanesbæjar.
Rúnar Júlíusson kynnti jafnramt nýjan geisladisk "Fólk eins og við" sem kemur út nú fyrir jólin. Gylfi las úr bókinni óborganlegar sögur af þekktum Suðurnesjamönnum og Rúnar lék á gítarinn nokkur lög af nýja diskinum.Kynningin var haldin í samvinnu við útgefendur, Bókabúð Keflavíkur og bókasafnið. Í lokin gæddu gestir sér á kaffi og konfekti og fjárfestu í bók Gylfa og geisladiski Rúnars sem voru á tilboði í tilefni dagsins.
Texti og mynd af vef Reykjanesbæjar.