Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Suðurnesjamenn góðir í Mottumars
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 19. mars 2021 kl. 14:44

Suðurnesjamenn góðir í Mottumars

Suðurnesjamenn standa sig vel í Mottumars. Hópur starfsmanna hjá HS Orku er í 2. sæti en fyrirtækið mun tvöfalda upphæðina við lok verkefnisins. Flugnemar í Flugakademíu Íslands hjá Keili á Ásbrú eru einnig í toppbarátunni með yfir 400 þúsund krónur. Nokkrir einstaklingar á Suðurnesjum hafa einnig staðið sig mjög vel.

Á Facebooksíðu HS Orku er greint frá flottu framtaki starfsmannanna en liðið hefur safnað 550 þúsund krónum og einn starfsmannanna hefur safnað 146 þúsund krónum þegar þetta er skrifað.  Fyrirtækið ákvað að hvetja strákanna til dáða og hét því að tvöfalda það framlag sem þeir myndu safna. Það var eins og við manninn mælt að þessir meistarar fóru á fullt að safna áheitum og sitja nú þegar þetta er skrifað í efsta sæti í liðakeppninni og það áður en framlag fyrirtækisins er tekið með. Það stefnir því í birtingu afkomuviðvörunar þegar líður á daginn en í þessu tilviki er það jákvætt.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Nokkrir einstaklingar á Suðurnesjum hafa staðið sig vel. Jón Tryggvi Arason sem hefur safnað 81 þúsund og sömuleiðis Kristján Reykdal, Siggi Svans úr Grindavík 73 þúsund, Páll Kristinsson úr Njarðvík er með 71 þúsund og  Gunnlaugur Dan Guðjónsson úr Keflavík hefur safnað 68 þúsund krónum. Við vekjum athygli á því að tölurnar breytast dag frá degi.

Starfsmannahópur í HS Orku er duglegur að safna mottum og mottupeningum.

Flugfólkið í Flugakademíu Íslands stendur sig vel.

Keflvíkingurinn Gunnlaugur Dan er meðal efstu hjá einstaklingunum.