Suðurnesjamenn góðir gegn Noregi
Grindvíkingurinn Ólafur Ólafsson fór fyrir íslenska körfuboltalandsliðinu í vináttuleik gegn Noregi í gærkvöldi. Hann var stigahæstur með 19 stig en hann er fyrirliði liðsins.
Íslendingar náðu að snúa lélegum leik yfir í sigur því þeir voru 20 stigum undir í hálfleik en áttu frábæran síðari hálfleik og unnu sigur 69-71. Auk Ólafs skoraði Kristinn Pálsson úr Njarðvík 8 stig en auk þeirra tveggja er Keflvíkingurinn Gunnar Ólafsson í landsliðshópnum.