Suðurnesjamenn glaðir í stuðningshópi Íslands á EM
Nokkrir Suðurnesjamenn eru meðal stuðningsmanna Íslands á EM í handbolta í Ungverjalandi. Gísli H. Jóhannsson, fyrrverandi handboltadómari og verslunarstjóri í Húsasmiðjunni hefur verið fastagestur á EM mótum sem Ísland hefur verið þátttakandi í, - í mörg ár. „Þetta er alltaf geggjað, svakaleg stemmning,“ sagði Gísli við VF sem verður alla undankeppnina og ef Ísland kemst áfram nær hann alla vega fyrsta leik í úrslitakeppninni.
Félagarnir og skólamennirnir Hjálmar Árnason og Ólafur Arnbjörnsson ásamt Magnúsi Guðjónssyni hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja eru saman í Íslandsfjöri í Búdapest. „Við fórnum okkur fyrir liðið. Þetta er bara frábært. Skoðum borgina og merkilega staði á milli leikja,“ sagði Hjálmar í stuttu spjalli við Víkurfréttir.
Gísli með tveimur kunnum handbolta-aðdáendum Íslands.