Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Suðurnesjamenn duglegir að safna
Team Heiða, glæsilegur hópur hlaupagarpa.
Sunnudagur 24. ágúst 2014 kl. 12:19

Suðurnesjamenn duglegir að safna

Fjölmargir hlupu í Reykjavíkurmaraþoni

Það er gaman að segja frá því að tveir hlaupahópar af Suðurnesjum voru meðal þeirra fimm sem söfnuðu mest í Reykjavíkurmaraþoninu sem fram fór í gær. Hlaupahópur Heiðu Hannesdóttur (Team Heiða) safnaði mest allra hópa eða alls 3.885.000 kr. Hlaupahópur Ölla safnaði svo 874.600 kr. sem var fimmta hæsta upphæð sem safnaðist. Hóparnir gerðu sér svo glaðan dag að hlaupi loknu með hollum og hressandi veitingum.

Hópur Heiðu safnar fjármagni svo að Heiða komist í stofnfrumumeðferð erlendis og að styðja við bakið á henni og hennar fjölskyldu. Minningarsjóður Ölla var stofnaður í nafni körfuknattleiksmannsins Örlygs Arons Sturlusonar sem lést langt fyrir aldur fram árið 2000. Markmið sjóðsins er að styðja börn sem minna mega sín á Íslandi til íþróttaiðkunar

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þeir voru vel merktir sem hlupu fyrir Minningarsjóð Ölla. Flottur hópur.