Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Suðurnesjamenn áberandi á topplista Rásar 2
Hjálmarnir fögnuðu tíu ára afmæli hljómsveitarinnar í ár með stæl.
Mánudagur 29. desember 2014 kl. 09:48

Suðurnesjamenn áberandi á topplista Rásar 2

100 vinsælustu lög ársins kynnt

Farið var yfir 100 vinsælustu lög ársins á Rás 2 nú fyrir helgi, en þar voru Suðurnesjamenn nokkuð áberandi. Hjálmar áttu þrjú lög á listanum, hljómsveitin Valdimar átti tvö lög, líkt og hljómsveitin Klassart. Auk þess sem Of Monsters And Men áttu eitt lag á listanum. Listann má sjá í heild sinni hér. Lagið Hossa Hossa með Amabadama var vinsælasta lag ársins, en níu af tíu vinsælustu lögunum á listanum eru íslensk.

Hjálmar áttu fimmta vinsælasta lag árins, Lof, sem heyra má hér að neðan.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Valdimar átti tíunda vinsælasta lag ársins, Læt það duga.

Klassart átti fimmtánda vinsælasta lag ársins, Flugmiði aðra leið.

Þessi síðasti Vinsældalisti Rásar 2 var samantekt yfir alla lista ársins. Í hverri viku fá lögin stig í samræmi við stöðu sína á listanum. Vinsælasta lag ársins er það lag sem hlýtur flest ársstig við samantektina. Á neðangreindum lista má sjá hversu margar vikur lögin voru á listanum (VÁL), þar kemur meðal annars fram að lögin „Hossa Hossa“ með Amabadama og „Frá mér til ykkar“ með Ásgeiri Trausta voru lengst á listanum, heilar 15 vikur á árinu 2014.