Suðurnesjamagasín: Mikil gróska í tæknigeiranum á Suðurnesjum
Vefhönnunarfyrirtækið Kosmos & Kaos úr Reykjanesbæ var ótvíræður sigurvegari á Íslensku vefverðlaununum sem fram fóru fyrir skömmu. Kosmos & Kaos fékk sjö tilnefningar og hreppti þrjú verðlaun – þar af aðalverðlaunin fyrir hönnun á besta íslenska vefnum 2012, heimasíðu Bláa lónsins. Einnig fékk fyrirtækið verðlaun fyrir besta útlit og viðmót á heimasíðu Bláa lónsins og fyrir hönnun á besta sölu- og kynningarvefnum, wow.is.
„Þetta er mikill heiður fyrir okkur. Það er einnig mikið ánægjuefni að við fáum verðlaun fyrir besta íslenska vefinn sem er vefur Bláa lónsins. Það er Suðurnesjafyrirtæki og við unnum þann vef í samvinnu við Dacoda í Reykjanesbæ. Þetta er fín viðurkenning fyrir þennan geira í Reykjanesbæ,“ segir Guðmundur Sigurðsson, annar eigandi Kosmos & Kaos.
Hér að neðan má sjá innslag um fyrirtækið í þriðja þætti Suðurnesjamagasíns frá því á mánudag.