Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Suðurnesjamagasín í kvöld á ÍNN
Mánudagur 4. mars 2013 kl. 15:43

Suðurnesjamagasín í kvöld á ÍNN

Frétta- og mannlífsþátturinn Suðurnesjamagasín verður á dagskrá ÍNN í kvöld kl. 21:30. Þetta er þriðji þátturinn í þessari sjónvarpsþáttaseríu sem Víkurfréttir framleiða þar sem  púlsinn er tekinn á menningu, mannlífi og atvinnulífi Suðurnesja.

Í þættinum í kvöld segir Kjartan Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar, áhorfendum í stuttu máli frá því samfélagi sem er á Ásbrú. Þess má geta að sérstakur þáttur um lífið á Ásbrú verður í Suðurnesjamagasíni á næstu vikum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Við tökum hús á Lionsmönnum sem voru að undirbúa kútmagakvöld og Aníta Lóa Hauksdóttir, ungur dansari úr Njarðvík, tekur nokkur spor í þættinum og segir okkur frá Kínaferð sem hún heldur í nú í sumar. Þá eru svipmyndir frá Ragnarsmótinu í fótbolta, sem fram fór í Reykjaneshöllinni á dögunum.
Í síðari hluta þáttarins er rætt við Guðmund Bjarna Sigurðsson hjá vefhönnunarfyrirtækinu Kosmos & Kaos. Nettómótinu í körfubolta eru gerð góð skil og að endingu fáum við nokkur góð tóndæmi frá Hljóðnemanum sem fram fór í Andrews á dögunum.

Þátturinn er á dagskrá kl. 21:30 á ÍNN og verður aðgengilegur á sama tíma hér á vf.is.