Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Suðurnesjamagasín aftur á dagskrá í maí
Fimmtudagur 11. apríl 2013 kl. 15:32

Suðurnesjamagasín aftur á dagskrá í maí

Frétta- og mannlífsþátturinnSuðurnesja-magasín, sem Víkurfréttir hafa verið með á sjónvarpsstöðinni ÍNN, heldur áfram göngu sinni í maímánuði.

Víkurfréttir hafa þegar framleitt sex þætti af Suðurnesja-magasíni sem hafa verið sýndir á ÍNN, í kapalsjónvarpinu í Reykjanesbæ og á vf.is en þættirnir eru einnig aðgengilegir á YouTube.

Á ritstjórn Víkurfrétta eru nú miklar annir m.a. vegna komandi þingkosninga og því tekið framleiðsluhlé á þættinum.
Nýr þáttur af Suðurnesja-magasíni verður á skjánum mánudagskvöldið 6. maí en fram að þeim tíma verða endursýndir valdir þættir.

Þátturinn 6. maí verður tileinkaður  lífinu á Ásbrú.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024