Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Suðurnesjamagasín á dagskrá í kvöld
Mánudagur 11. mars 2013 kl. 17:03

Suðurnesjamagasín á dagskrá í kvöld

Fjórði þáttur af frétta- og mannlífsþættinum Suðurnesjamagasín fer í loftið á sjónvarpsstöðinni ÍNN í kvöld kl. 21:30.

Í þætti kvöldsins verður tekið hús á Magnúsi Þórissyni veitingamanni á Réttinum í Keflavík, rætt við Dagnýju Gísladóttur sem er að innrétta íbúð að hætti Varnarliðsmanna á árunum 1996 til 2006. Þá tökum við einnig hús á Ásdísi Rögnu Einarsdóttur grasalækni í Keflavík.

Í síðari hluta þáttarins er menningarviku í Grindavík gerð skil, rifið í lóðin hjá Massa í Njarðvík og Klassart frá Sandgerði slær svo botninn í þáttinn með góðu lokalagi.

Þátturinn er á dagskrá ÍNN kl. 21:30 og verður aðgengilegur hér á vf.is á sama tíma

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024