Suðurnesjafólk í Wipeout
Í gær sögðum við frá því að Sandgerðingurinn Ómar Svavarsson tæki þátt í hinni vinsælu Wipeout keppni í þætti sem verður tekinn upp í Argentínu. Hann er ekki eini Suðurnesjamaðurinn sem tekur þátt í keppinni því heimasíða Grindavíkur greinir frá því að Helena Bjarndís Bjarnadóttir þar í bæ hafi einnig verið í hópi þeirra 112 hér á landi sem komust áfram í keppnina en alls bárust 3500 umsóknir.
Helena Bjarndís stundar nám í íþróttafræðum við Háskóla Reykjavíkur og hefur tekið þátt í fitnesskeppnum. Hún þjálfar einnig stúlkur í 5. flokki í fótbolta í Grindavík.
Þá höfum við einnig heyrt af því að Sigurbjörg Gunnarsdóttir, íþróttakennari í Akurskóla, sé á meðal þáttakenda sem flugu til Argentínu síðastliðinn sunnudag.
---
Mynd - Wipeout keppnin reynir mjög á þolgæði og útsjónarsemi keppenda.