Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Suðurnesjafólk á kökubasar í Washington
Þau Luis Diogo og Júlíanna Ósk Laire komu langa leið.
Miðvikudagur 14. nóvember 2012 kl. 08:13

Suðurnesjafólk á kökubasar í Washington

Íslendingafélagið í Washington DC í Bandaríkjunum hélt á dögunum heljarinnar kökubasar sem heppnaðist ákaflega vel. Fjölmargir Suðurnesjamenn búa á svæðinu og sóttu basarinn en einhverjir létu sig hafa það að koma alla leið  frá Íslandi eins og t.d. parið á myndinni hér fyrir ofan.

Með nýrri stjórn tókst að endurvekja fyrri áhuga á basarnum og voru gestir ákaflega ánægðir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Suðurnesjakonur og þrír ættliðir hér á ferð, en þær eru frá vinstri: Jessica Lilja Geiger, Anna Bjarnadóttir formaður Íslendingafélagsins og Ragnheiður Halldórsdóttir sem kom frá Njarðvík til að sjá um eldhúsið.

Dóra Ozgun ásamt manni sínum og barni en hún á ættir sínar að rekja til Suðurnesja. Móðir hennar, Guðbjörg Bjarnadóttir er úr Keflavík.

Tilefni fyrir peysufötin.

Þær voru veglegar kræsingarnar sem voru á boðstólnum í Washington.