Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Suðurnesjadeild Rauða Krossins fær tvo fatagáma að gjöf
Laugardagur 20. maí 2006 kl. 13:37

Suðurnesjadeild Rauða Krossins fær tvo fatagáma að gjöf

Fataflokkunarstöðin í Hafnarfirði, sem er einskonar söfnunarmiðstöð fyrir höfuðborgarsvæðið færði Suðurnesjadeild Rauða kross Íslands tvo fatagáma í gær. Þetta eru svokallaðir skúffugámar og eru mjög þægilegir í notkun.

Samstarf er á milli Fataflokkunar Suðurnesjadeildar og Fataflokkunarstöðvarinnar í Hafnarfirði, deildin sendir ca. 1 tonn af fatnaði í hverri viku til Hafnarfjarðar, og sjá þeir síðan um að senda hann erlendis.

Gríðarlegt magn af fatnaði berst deildinni í viku hverri og er mikil vinna að fara í gegnum pokana sem sjálfboðaliðar sinna af miklum dugnaði. Eru þetta sjö konur sem koma þrisvar í viku til flokka fötin.

Mikið af fatnaðinum fer í hillurnar í húsnæði deildarinnar að Smiðjuvöllum 8, það sem eftir er fer síðan til Hafnarfjarðar eins og áður sagði.

VF-mynd/Þorgils: Formaður deildarinnar, framkvæmdastjóri, hluti af stjórn, sjálfboðaliðar í fataflokkun og tveir frá Fataflokkunarstöðinni í Hafnarfirði.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024