Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Suðurnesjabönd á Airwaves
Miðvikudagur 26. október 2005 kl. 15:40

Suðurnesjabönd á Airwaves

Hljómsveitirnar Æla og Tommygun spiluðu á nýafstaðinni Iceland Airwaves tónlistarhátíðinni sem fram fór í Reykjavík.

Hljómsveitirnar tróðu upp á Grand Rokk á laugardagskvöldinu en Tommygun voru fyrstir á svið.

Báðum hljómsveitum tókst vel til og fengu m.a. góða dóma í götublaðinu Grapevine og svo í Blaðinu. Fullt var út úr húsi á Grand Rokk og tóku viðstaddir vel í það sem Æla og Tommygun höfðu fram að færa.

Hjálmar léku einnig á tónlistarhátíðinni en þeir tróðu upp á NASA á föstudagskvöldinu. Nýja plata Hjálma kom út s.l. föstudag og ber hún heitið Hjálmar. Nánar verður fjallað um hana síðar hér á Víkurfréttum.

Mynd/ Gúndi: Æla á sviði

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024