Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Suðurnesja-Mozart vekur upp jólaandann
Fimmtudagur 10. desember 2015 kl. 11:00

Suðurnesja-Mozart vekur upp jólaandann

Jólatónar: Agnar Steinarsson

Grindvíkingurinn Agnar Steinarsson er aðdáandi góðrar jólatónlistar. Gunnar Þórðarson, eða Suðurnesja-Mozart eins og Agnar kýs að kalla hann, kemur alltaf með jólaandann á heimili Agnars. Svo kemur sérstakur jólasveinn í heimsókn árlega sem fáir hafa heyrt af, en sá heitir Stebbastaur. 

(Hér að neðan má hlusta á lög Agnars á Spotify en einnig er hægt að smella á heiti lagana sem eru rauðlituð og hlusta þannig)

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Af því – Stefán Hilmarsson

„Stebbastaur er fyrsti jólasveinninn á mínu heimili því konan mín hún Matthildur byrjar alltaf aðventuna á því að hlusta í jóladiskana með idolinu sínu. Þetta er einfaldlega frábært lag og snilldarlega sungið hjá Stefáni.“

Don´t save it all for Christmas day – Celine Dion

„Ég verð að viðurkenna að ég hækka alltaf í botn þegar ég heyri þetta lag með Celine Dion og þegar maður skoðar Youtube-myndbandið með Jóhönnu Guðrúnu og Svölu Björgvins þá fær maður bæði gæsa- og appelsínuhúð.“

Driving home for christmas – Chris Rea

„Þegar maður heyrir þetta lag úti í umferðinni þá hækkar maður vel í tækinu og verður allur svo meyr inni í sér. Brosir til hinna bílstjóranna og gefur eftir bestu bílastæðin. Hugsar til ástvinanna og svei mér ef það læðast ekki jólatár út í augnkrókana.“

Jól – Gunnar Þórðarson

„Þetta lag með okkar eigin Suðurnesja-Mozart vekur alltaf upp í mér jólaandann og allt í einu er ég orðinn 12 ára að baka smákökur með mömmu. Sest síðan við gluggann með nokkrar ylvolgar og tel jólaljósin á blokkunum í Torfufellinu.“

Ef ég nenni – Helgi Björns

„Þessi texti eftir Raufarhafnarhirðskáldið Jónas Friðrik er einhvern veginn algjör snilld og svo syngur Helgi þetta frábærlega.“