Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Styttist í útgáfutónleikana
Mánudagur 19. september 2005 kl. 15:21

Styttist í útgáfutónleikana

Matti Óla er nú í óðaönn, ásamt hljómsveit sinni, við æfingar fyrir útgáfutónleika sína sem haldnir verða þann 6. október n.k. í Frumleikhúsinu í Reykjanesbæ.

Útgefinn verður diskurinn „Nakinn“ en hann er frumraun Matta Óla sem heppnaðist einkar vel.

„Þetta er búið að vera rosalega gaman og við í hljómsveitinni höfum verið að spila okkur saman upp á síðkastið ásamt því að útsetja nokkur ný lög sem leikin verða á útgáfutónleikunum,“ sagði Matti í samtali við Víkurfréttir.

„Nakinn“ er þegar kominn í dreifingu en hægt er að nálgast eintak í Kaskó, Hljómval, 12 Tónum í Reykjavík og Smekkleysu. Einnig verður bráðlega hægt að kaupa diskinn í Skífunni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024