Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Styttist í tónleika KK og Ellenar
KK og Ellen.
Þriðjudagur 2. desember 2014 kl. 10:29

Styttist í tónleika KK og Ellenar

- í Stapa 12. desember.

Nú styttist í jólatónleikar systkinanna KK og Ellenar í Stapa í Hljómahöll þann 12. desember. Tónleikarnir hafa verið einn af ómissandi og föstu liðunum í aðdraganda jóla. Í mörg ár hafa þau haldið hefðina og komið saman, ýmist þau tvö eða ásamt hljómsveit sem spilað hefur með þeim.
 
Þar munu þau ásamt nokkrum af okkar bestu hljóðfæraleikurum flytja mörg okkar ástsælustu jólalög í bland við eigin lög. Einstök aðventustemning skapast á þessum tónleikum þar sem látlaus og hugljúfur flutningur hefur jafnan einkennt þeirra tónlist.
 
Hljómsveitina skipa Jón Ólafsson, hljómsveitarstjóri
, Andri Ólafsson, bassi, 
Bryndís Halla Gylfadóttir, selló,
Lilja Valdemarsdóttir, franskt horn, 
Jón Ólafsson, hljómborð
 og KK á gítar.
 
Nánari upplýsinga hér
 
Vafalaust mun þetta lag óma í Stapa:

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024