Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Styttist í Sandgerðisdaga
Mánudagur 13. ágúst 2007 kl. 09:59

Styttist í Sandgerðisdaga

Sandgerðisdagar verða haldnir hátíðlegir dagana 24. til 26. ágúst næstkomandi. Tilgangur Sandgerðisdaga er að gamlir og nýir Sandgerðingar hittist og hafi gaman saman. Þá eru Sandgerðingar hvattir til að bjóða gestum í bæinn. Áhersla er lögð á fjölskylduna á Sandgerðisdögum, ábyrgð foreldra og snyrtilegan bæ.

Útvarpsstöðin Bylgjan verður á puttanum í Sandgerði og verður með beina útsendingu frá hátíðinni. Dagskrá hátíðarinnar er enn í mótun, en stefnt er að því að hátíðin í ár verði með glæsilegasta móti.

Í tengslum við hátíðina er m.a. efnt til ljósmyndasamkeppni þar sem verkefnið er sumar í Sandgerði. Þá geta börn einnig tekið þátt í teiknimyndasamkeppni.

Þeir sem vilja leggja eitthvað til hátíðarinnar, s.s. skemmtiatriði eða annað geta haft samband við Guðjón Þ. Kristjánsson á bæjarskrifstofunni í Vörðunni, sími 420 7555 eða á [email protected]

Hægt er að fylgjast fréttum af undirbúningi hátíðarinnar á vefnum 245.is
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024