Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Styttist í nýja plötu Klassart
Þriðjudagur 4. ágúst 2009 kl. 10:39

Styttist í nýja plötu Klassart

Klassart vinnur nú að nýrri plötu en hún mun koma út 20. ágúst nk. Þetta er önnur plata sveitarinnar, sem mun heita "Bréf frá París". Hún var tekin upp í Hljóðrita í Hafnarfirði og var það Kiddi Hjálmur, Guðmundur Kristinn Jónsson, sem stjórnaði upptökum aftur.

Smá breyting er á hljófæraskipan síðan á fyrri plötunni. Pálmar, bróðir Fríðu og Smára er kominn í bandið og spilar á bassa, Helgi Svavar (Hjálmar, Flís) spilar á trommur, Davíð Þór (Hjálmar, Flís) á píanó, hammond og orgel og svo Gummi P. á rafmagns og slide gítar, segir í frétt á 245.is. Þar segir einnig að Klassart hafi fengið góðan liðstyrk við textasmíðarnar en ásamt Fríðu semja Vigdís Grímsdóttir, Bragi Valdimar Skúlason og Megas einnig texta við lög Klassart.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024