Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Styrkur til Lundar vegna forvarna gegn vímuefnum
Fimmtudagur 28. ágúst 2008 kl. 11:24

Styrkur til Lundar vegna forvarna gegn vímuefnum

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Flugstöð Leifs Eiríkssonar ohf., Fríhöfnin ehf, Flugmálastjórnin í Keflavík og Golfklúbbur Suðurnesja öfluðu 400.000 kr. á sameiginlegu golfmóti þann 22. ágúst 2008 fyrir Lund, forvarnarfélag gegn vímuefnum .

128þ. krónur söfnuðust á 6. og 18. holu, en þar höfðu þátttakendur tækifæri til þess að kaupa högg af atvinnukylfingi sér til framdráttar. Þátttakendur tóku þessu fagnandi og nýttu allir tækifærið til að styðja gott málefni. GS lagði til kylfinga, þá Örn Ævar Hjartarsson og Ólaf Jóhannesson.

Flugstöð Leifs Eiríkssonar ohf., Fríhöfnin ehf, Flugmálastjórnin í Keflavík lögðu fram 272þ. krónur til viðbótar við þá upphæð sem safnaðist í leiknum.

Mynd frá afhendingu styrksins: Valur Ketilsson Flugmálastjórn Keflavíkurflugvelli, Hlynur Sigurðsson Fríhöfnin, Erlingur Jónsson Lundur, Elín Árnadóttir Flugstöðin.