Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Styrktu krabbameinssjúk börn
6. bekkur Gerðaskóla.
Miðvikudagur 29. maí 2013 kl. 18:03

Styrktu krabbameinssjúk börn

Vorhátíð Gerðaskóla var haldin á uppstigningardag þann 9. maí sl. Hefð er fyrir því að 6. bekkur haldi hlutaveltu á hátíðinni og gefi síðan ágóðann til góðgerðarmála. Að þessu sinni söfnuðust 41.885 kr og eftir miklar umræður og atkvæðagreiðslu í bekknum var ákveðið að gefa ágóðann til Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna og hefur upphæðin þegar verið lögð inn á þeirra reikning.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024