Mannlíf

Styrktu HSS með söfnunarfé af tombólum
Miðvikudagur 14. nóvember 2018 kl. 11:53

Styrktu HSS með söfnunarfé af tombólum

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fékk sannarlega góða heimsókn á dögunum þegar þrjú börn úr Njarðvíkum, þau Alexandra Eysteinsdóttir, Auður Dagný Magnúsdóttir og Pétur Garðar Eysteinsson komu við og afhentu afrakstur af nokkrum tombólum sem þau hafa staðið fyrir undanfarin misseri.
 
Alls afhentu þau Ingibjörgu Steindórsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar á HSS, 6.327 krónur sem munu fara í gjafasjóð HSS og nýtast til verðugra verkefna.
 
Ingibjörg sagði að HSS kunni þeim að sjálfsögðu bestu þakkir fyrir og leysti þau út með viðurkenningarskjali og hollu snarli.
Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024