Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Miðvikudagur 4. febrúar 2004 kl. 13:21

Styrktartónleikar í Stapanum

Fimmtudaginn 12. febrúar verða haldnir styrktartónleikar í Stapa til stuðnings og heiðurs Ómari Jóhannssyni, revíu- og leikritahöfundi með meiru. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:30.
Um nokkurt skeið hefur Ómar barist hetjulega við alvarlegan sjúkdóm og hafa veikindin sett fjárhag Ómars úr skorðum. Nokkrum vinum hans var nóg um þegar þeir sáu og fundu að fjárhagsáhyggjur Ómars voru þyngri en baráttan við sjúkdóminn sjálfan. Vinir hans vildu bregðast við með einhverjum hætti og datt í hug að halda styrktartónleika honum til stuðnings og jafnframt heiðurs. Aðstandendur tónleikanna segja að þeir aðilar sem leitað hefur verið til hafi tekið hugmyndinni frábærlega og allir viljað leggja málefninu lið.
Dagskrá tónleikanna verður í stórum dráttum eftirfarandi:
· Flutt verða nokkur  lög úr revíum Ómars
· Rúnar Júlíusson - trúbador
· Rúnar og Mæja Baldurs - söngur
· Gálan – trúbador
· Breiðbandið – hljómsveit
· Víkingarnir – söngsveit
· Kjartan Már – fiðluleikur

Aðgangseyrir á tónleikana verður að lágmarki 1000 krónur, en að öðru leiti verður aðgangseyrir frjáls.

Aðstandendur tónleikanna hvetja fólk til að taka fimmtudaginn 12. febrúar frá, bæði þá sem þekkja Ómar en einnig hina sem þekkja verkin hans og hafa haft skemmtan af.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024