Styrktartónleikar í kvöld
Tónleikar verða haldnir til styrktar Halldóru Jensdóttur og Jóhannesi (Jóa) Garðarssyni á Ránni í Keflavík í kvöld kl. 19:30 til 02:00. Sonur þeirra, Helgi Rúnar 17 ára gamall, er í krabbameinsmeðferð og hafa foreldrar hans ekki getað unnið neitt að ráði vegna veikinda hans.
Þau eiga 4 börn og ætla aðstandendur tónleikanna að styðja við bakið á þeim í baráttu þeirra.
„Allir þessir frábæru tónlistarmenn sem koma fram þetta kvöld gefa vinnu sína til styrktar þeim. Einnig verða seldir happdrættismiðar um kvöldið og hefur fjöldi fyrirtækja á Stór - Reykjavíkursvæðinu gefið veglega vinninga. Þætti okkur vænt um að sjá sem flesta. Eiga góða kvöldstund saman, því ekki er hægt að segja annað en að Suðurnesjafólk standi saman þegar á reynir.
Sýnum samhug og styrkjum gott málefni.
Tónleikarnir byrja kl. 20 og byrja hinir stórskemmtilegu trúbadorar HEIÐUR
Kynnir kvöldsins er Baldur Guðmundsson
Miðaverð er 1.500 kr. og þarf að greiða með peningum,“ segir í tilkynningu.
Þeir sem koma fram eru :
Heiður
Klassart
Valdimar
Bríet Sunna
Breiðbandið
... og hugsanlega fleiri!
Miðahappdrætti :
Geimsteinn
Gallerý 17
Langbest
Piri Piri
Players
Arthúsið
Georg Hannah
Gæa bón
Innnes
Moomba osta og veisluþjónusta Sigvalda.