Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Styrktartónleikar fyrir Guðmund Atla 7 ára
Mánudagur 25. janúar 2016 kl. 08:53

Styrktartónleikar fyrir Guðmund Atla 7 ára

- Hlýja, von og kærleikur

Fyrir jólin greindist hinn sjö ára gamli Guðmundur Atli með bráðahvítblæði. Guðmundur er nemandi í 2.SS í Myllubakkaskóla í Reykjanesbæ. Hann býr hjá ömmu sinni og afa sem standa eins og klettar við hlið hans og gera allt til þess að reyna að stytta honum stundirnar á spítalanum.

Guðmundur eyddi jólum og áramótum upp á barnaspítala. Í gegnum allt hefur hann haldið í gleðina og brosið, enda einstaklega brosmildur og lífsglaður drengur.

Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna var stofnað 1991 til að styðja við bakið á krabbameinsveikum börnum og fjölskyldum þeirra, bæði fjárhagslega og félagslega, og til að berjast fyrir réttindum þeirra gagnvart hinu opinbera.

Ákveðið hefur verið að halda tónleika til styrktar Guðmundar og Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna.

Hópur af frábærum tónlistarmönnum voru tilbúin að taka þátt og gefa vinnu sína.


Nánar hér: http://hljomaholl.is/hlyja-von-og-kaerleikur-styrktartonleikar

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024