Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Styrktartónleikar fyrir Allý
Þriðjudagur 12. október 2004 kl. 13:09

Styrktartónleikar fyrir Allý

Á fimmtudaginn verða styrktartónleikarnir „stór hetja í litlum líkama“ haldnir í Stapa í Reykjanesbæ. Stapinn mun opna kl. 20:00 en tónleikarnir hefjast kl. 21:00. Víkurfréttir hafa áður gert tónleikunum skil en nú er það endanlega komið í ljós hvaða listamenn munu koma fram.

Rúnar Júlíusson, Bjarni Ara, Espasio, Friðrik Ómar, Sessý úr Idolinu, Laddi og Jón Sigurðsson (500 kall) úr Idolinu munu leggja Aðalheiði Láru lið í baráttu sinni gegn alvarlegum brunasárum sem hún hlaut á heimili sínu fyrir um einum og hálfum mánuði síðan. Hver listamaður mun flytja þrjú til fjögur lög af sinni alkunnu snilld. Aðgangseyrir er 2000 krónur, Góðir punktar gefa miðana á tónleikana sem einnig eru afsláttamiðar í hinum ýmsu verslunum og veitingahúsum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024