Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Styrktartónleikar á Paddýs
Föstudagur 25. febrúar 2011 kl. 10:49

Styrktartónleikar á Paddýs

Tónleikar verða haldnir til styrktar fjölskyldum þeirra Birkis Alfons og Helga Rúnars á Paddý’s í Reykjanesbæ föstudaginn 4. mars kl 22:00. Helgi Rúnar Jóhannesson er 17 ára gömul hetja sem berst við krabbamein og hafa foreldrar hans ekki getað unnið neitt að ráði vegna veikinda hans. Birkir Alfons Rúnarson er á 15 ári og er sú hetja að berjast við bráðahvítblæði. Birkir er í meðferð þessa stundina og hefur sú meðferð haft rosaleg áhrif á fjölskyldu hans.

Þeir frábæru tónlistarmenn sem koma fram þetta kvöld gefa vinnu sína til styrktar þeim. Aldurstakmark er 18 ár og miðaverð er litlar 1.300 kr. Sýnum samhug og styðjum við bakið á þeim.

Fram koma:
*Elli (Elías Örn Friðfinnsson) Uppistand
*Trúbadoragengið Heiður
*Reason To Believe
*Valdimar

Þeir sem hafa áhuga á að styrkja strákana og fjölskyldur þeirra aukalega geta lagt inná eftirfarandi reikninga:
1109-05-413193 Kt:100787-3349- Helgi Rúnar Jóhannesson
1109-05-414195 Kt:090986-3099- Birkir Alfons Rúnarsson

Viðburðurinn er verkefni Daniels Cramer, Ingveldar Eyjólfsdóttur & Sonný Láru Þráinsdóttur en öll eru þau nemendur í Viðburðastjórnun í Tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands.

Mynd: Hin vinsæla hljómsveit, Valdimar mun mæta og taka lagið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024