Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Styrktartónleikar á Center
Miðvikudagur 16. mars 2011 kl. 16:37

Styrktartónleikar á Center

Föstudaginn 18. mars munu eigendur skemmtistaðarins Center halda styrktartónleika til styrktar fjölskyldum þeirra Birkis Alfons og Helga Rúnars og hefst gamanið kl. 22:00. Helgi Rúnar Jóhannesson er 17 ára gömul hetja sem berst við krabbamein og hafa foreldrar hans ekki getað unnið neitt að ráði vegna veikinda hans. Birkir Alfons Rúnarsson er á 15. ári og er að berjast við bráðahvítblæði af miklum hetjuskap. Birkir er í meðferð þessa stundina og hefur sú meðferð haft mikil áhrif á fjölskyldu hans.

Þeir frábæru listamenn sem fram koma þetta kvöld gefa allir vinnu sína. Aldurstakmark er 18 ár og miðaverð er litlar 1.000 kr.

Fram koma:
*Bríet Sunna Valdimarsdóttir
*Herbert Guðmundsson
*Stelpnabandið UnderCover
*Töframaðurinn Valdimar Gestur Kristmundsson
*Trúbadorarnir Offside
*Uppistandari

Þá koma 6 plötusnúðar og ekki af verri endanum:
*DJ Atli Már
*DJ Stjáni
*DJ Joey D
*DJ Óli Geir
*DJ Atli Skemmtanalögga
*Rottweiler DJ’inn Stinnson

Þeir sem hafa áhuga á að styrkja strákana og fjölskyldur þeirra aukalega geta lagt inná eftirfarandi reikninga:
1109-05-413193, kt.:100787-3349 - Helgi Rúnar Jóhannesson
1109-05-414195, kt.:090986-3099 - Birkir Alfons Rúnarsson

Eigendur Center skora á fyrirtæki og stofnanir til að styrkja þetta góða málefni.

Mynd: Herbert Guðmundsson svaraði kallinu og mætir til að skemmta fólkinu eins og honum einum er lagið!

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024