Styrktarsýning Team DansKompaní fyrir heimsmeistaramótið í dansi
Keppnisliðið Team Danskompaní heldur styrktarsýningu í kvöld, miðvikudaginn 15. júní, í Andrews Theatre. Liðið mun halda til San Sebastían á Spáni í sumar að keppa á Dance World Cup 2022 og er sýningin til styktar ferðarinnar. Sýningin hefst klukkan 19:00 og mun standa yfir í um það bil 90 mínútur. Dansarar liðsins, sem eru á aldrinum 6-23 ára, hafa lagt mikla vinnu og ómældan tíma í að æfa atriðin sín fyrir heimsmeistaramótið og ætla þau að sýna afraksturinn á sýningunni.
DansKompaní á hvorki meira né minna en 24 atriði á mótinu í ár og eru öll atriðin og allir dansarar Team Danskompaní komnir í íslenska landsliðið í dansi.
Miðaverð á sýninguna er 3000 krónur. Hægt er að kaupa miða hjá öllum keppendum en einnig í gegnum tölvupóstfangið [email protected].