Styrktarsýning í Myllubakkaskóla í kvöld
Sérstök styrktarsýning verður á jólasöngleiknum Hvað er í pakkanum í kvöld kl. 19. Sýningin var frumsýnd sl. laugardag og hefur fengið góðar viðtökur, en í henni taka þátt krakkar alls staðar af á Suðurnesjum.
Allur ágóði af sýningunni í kvöld mun renna til Sigfinns Pálssonar og fjölskyldu hans, en Sigfinnur, sem er 13 ára nemi í Holtaskóla, greindist nýlega með krabbamein og vilja aðstandendur sýningarinnar sýna stuðning sinn í verki með þessu framtaki. Verð er jafnan 1000 kr. en á þessa sýningu verður 1500 kr. en gestum er annars frjálst að leggja meira til þessa málefnis.
Allur ágóði af sýningunni í kvöld mun renna til Sigfinns Pálssonar og fjölskyldu hans, en Sigfinnur, sem er 13 ára nemi í Holtaskóla, greindist nýlega með krabbamein og vilja aðstandendur sýningarinnar sýna stuðning sinn í verki með þessu framtaki. Verð er jafnan 1000 kr. en á þessa sýningu verður 1500 kr. en gestum er annars frjálst að leggja meira til þessa málefnis.