Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Styrktarkvöld fyrir lítinn dreng
Þriðjudagur 10. september 2013 kl. 17:14

Styrktarkvöld fyrir lítinn dreng

Styrktarkvöld verður haldið á Center, Hafnargötu 29 í Keflavík, nk. föstudag kl. 20:00, 13. september. Styrktarkvöldið er haldið fyrir Kaleb, sem er 4 ára barnabarn Guðrúnar Eyjólfsdóttur úr Garðinum. Hann greindist með hvítblæði þann 21. júní sl.

Fram koma Sigríður og Sólborg Guðbrandsdætur, Bríet Sunna, Kristín Svava, SíGull, Róbert Freyr, Birgir Örn, Kristmundur Axel og DJ Egill Birgisson.

Aðgangseyrir er 1000 kr.  Einnig verður happdrætti og veglegir vinningar í boði.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024