Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Styrktargöngunni lokið
Mánudagur 30. júní 2008 kl. 10:56

Styrktargöngunni lokið

Dr. Guðmundur Vignir Helgason frá Grindavík lauk styrktargöngu 21.júní sl. Gangan gekk út á að ná toppi hæstu fjalla Englands, Skotlands og Wales á 24 klukkustundum. Tilgangur ferðarinnar var að safna pening til styrktar Paul O'Gorman rannsóknarstöðinni í Glasgow þar sem fram fara rannsóknir á hvítblæði. Guðmundur Vignir er doktor í líffræði við rannsóknarstöðina og tekur þátt í rannsóknunum.

Fjallstindarnir voru Scafell (978 m), Ben Nevis (1.344 m) og Snowdon (1.085 m).

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Á vef Guðmundar Vignis kemur fram að þau voru 13 talsins sem gengu og þ.m.t. Matt Sinclair, aðalhvatamaðurinn að söfnuninni og Professor Tessa Holyoke yfirmaður Paul O´Gorman-stofnunarinnar.

Þau byrjuðu á Ben Nevis í Skotlandi kl. 16:00 og tók sú ganga tæplega 5 klst. Um 21:00 var lagt að stað til Lake District í Englandi þar sen Scafell Pike beið gönguhópsins. Í myrkri og úrhellis rigningu gengu þau á Scafell um kl. 3:00. Sú ganga tók 4 tíma. Rétt rúmlega 7:00 lögðu þau af stað til Wales. Á tímabili leit út fyrir að þau myndu ekki ljúka göngunni vegna veðurs. Guðmundur Vignir lét ekki vont veður slá sig út af laginu. „Ég sagði Matt fyrirliða að ég væri með „meistaragráðu í íslensku roki“ og gæti leiðbeint hópnum hvernig ætti að bera sig að við svoleiðis aðstæður. Í framhaldinu var tekin ákvörðun um að halda til Wales og etja kappi við Snowdon þrátt fyrir stormviðvörun. Kl. 12:00 að hádegi sunnudags byrjaði gangan á Snowdon sem reyndist nokkuð erfið. Veðrið var samt ekki mikið verra en íslenskt hávaðarok. Talsverð þreyta var þó farin að segja til sín og sumir farnir að glíma við hælsæri, blöðrur og fótakrampa,“ segir Guðmundur Vignir á vefsíðunni http://www.justgiving.com/gvignir.

Upp á tind komust allir og þriggja-fjalla göngunni lauk á 23 klst og 55 mín.

Að lokum þakkar Guðmundur þeim sem studdu við bakið á honum og veittu honum fjárhagslegan stuðning sem rennur til Paul O'Gorman-stofnunarinnar.

Fyrir þá sem enn vilja styrkja Dr. Guðmund Vigni þá verður síðan, http://www.justgiving.com/gvignir opin til 21. Ágúst 2008.

Mynd: Dr. Guðmundur Vignir Helgason. MYND/Björgvin Hilmarsson