Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Styrkir úr Menningarsjóði Reykjanesbæjar
Norðuróp óperustúdíó fékk 800.000 króna styrk vegna uppfærslu á Sálumessu Verdi í Hljómahöll fyrr í vetur.
Föstudagur 14. apríl 2023 kl. 06:59

Styrkir úr Menningarsjóði Reykjanesbæjar

Sálumessa Verdi og Örvar með uppistand fengu styrki úr Menningarsjóði Reykjanesbæjar

Alls bárust tuttugu og þrjár umsóknir í Menningarsjóð Reykjanesbæjar um verkefnastyrki upp á tæpar þrettán milljónir króna. Ellefu menningarhópar sóttu um endurnýjun á þjónustusamningi við Reykjanesbæ. Megin markmið sjóðsins er að styrkja verkefni sem eru líkleg til að efla menningarstarfsemi í Reykjanesbæ. Tíu verkefni hlutu styrk að þessu sinni að upphæð kr. 2.720.000. Stærsta styrkinn fékk Sálumessa Verdi upp á 800.000 kr. Þá fékk Örvar Þór Kristjánsson styrk fyrir uppistand og Marína Ósk  fyrir tónleikaperlur úr Reykjanesbæ. Þá var kr. 2.200.000 var veitt í þjónustusamninga við ellefu starfandi menningarhópa í sveitarfélaginu.

Úthlutanir til þjónustusamninga:

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024
  • Eldey, kór eldri borgara  kr. 100.000.-
  • Danskompaní  kr. 300.000.-
  • Norræna félagið  kr. 100.000.-
  • Kvennakór Suðurnesja  kr. 300.000.-
  • Félag harmonikuunnenda á Suðurn.  kr. 100.000.-
  • Ljósop, félag áhugaljósmyndara  kr. 100.000.-
  • Félag myndlistarm. í Reykjanesbæ  kr. 50.000.-
  • Leikfélag Keflavíkur  kr. 500.000.-
  • Karlakór Keflavíkur  kr. 300.000.-
  • Faxi, málfundafélag  kr. 150.000.-
  • Söngskóli Alexöndru  kr. 200.000.-

Úthlutanir verkefnastyrkja:

  • Elma Rún Kristinsdóttir – fjölskyldusöngleikur - kr. 350.000.-
  • Adam Dereszkiewicz – Single Piece of Robe  - kr. 150.000.-
  • Kvennakór Suðurnesja – Vortónleikar  - kr. 200.000.-
  • Weronika Maria Naskrecka – Meet your Neighbor - vinnustofur - kr. 150.000.-
  • Marína Ósk Þórólfsdóttir – Tónleikar með perlum úr Reykjanesbæ  - kr. 300.000.-
  • Norðuróp óperustúdíó – Sálumessa Verdi í Hljómahöll - kr. 800.000.-
  • Jón Rúnar Hilmarsson – Óður til Reykjanes - kvikmynd - kr. 200.000.-
  • Örvar Þór Kristjánsson – Dansað á línunni – uppistand - kr. 300.000.-
  • Fiðlu- og hörpustrengir Laufeyjar Sigurðardóttur og Elísabetar Waage – Tónleikar fyrir eldri borgara á Suðurn. - kr. 270.000.-
Danskompaní færð 300.000 króna styrk.

Þessum verkefnum var hafnað:

  • Keilir – Keilishlaðvarp
  • Keilir – Heimsókn á Ásbrú, opið hús
  • Adam Dereszkiewicz – Colour my Art
  • Linnea Ida-Maria Falck - Lithological Scorescapes
  • Pétur Oddbergur Heimisson – Sönghópurinn Olga Vocal Ensemble
  • Konstantín Shcherbak– Tónleikar/ördansiball með Fjaðrafok
  • Alexandra Chernyshova – Nýárstónleikar sjónvarpsþáttur
  • Norræna félagið í Reykjanesbæ – Þrír viðburðir í samstarfið við Bókasafn Reykjanesbæjar
  • Seweryn Ernest Chwala – Veggmynd tengd sögu Reykjanesbæjar
  • Natalia Chwala – Vinnustofur í myndlist fyrir börn af pólskum uppruna
  • Michael Richardt Petersen – Lifandi tónlistargjörningur
  • Guðmundur R. Lúðvíksson – Yfirlitssýning - myndlist
  • Guðmundur R. Lúðvíksson – Útgáfa á teikningum