Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Stútuðu geitungabúi
Föstudagur 30. júlí 2004 kl. 11:29

Stútuðu geitungabúi

Nokkrir vaskir krakkar í Vogum á Vatnsleysuströnd eru hvergi bangnir þegar kemur að geitungum. Ofurhugarnir tóku sig til um daginn og „stútuðu“ geitungabúi sem var í bakgarðinum hjá þeim.

„Við vorum bara að leika okkur og við sáum geitunga fljúga inn í búið og þá helltum við heitu vatni ofan í búið og köstuðum steinum í það. Þegar við sáum að geitungarnir voru allir farnir þá tókum við spýtu og kroppuðum búið upp og fórum með það heim.“

Krakkarnir sögðu í samtali við Víkurfréttir að merkilegt hefði verið að fylgjast með geitungunum er bú þeirra var grýtt. „Þeir réðust ekkert á okkur heldur voru þeir alveg vitlausir út í steinana sem við köstuðum. Geitungarnir fóru allir í steinana og reyndu að stinga þá,“ sögðu geitungabanarnir að lokum.

Hver veit nema að nú sé komin ný bardagaaðferð gegn geitungunum, bleyta aðeins upp í þeim og grýta svo til ólífis.

VF-mynd/ Þorgils Jónsson; svona leit búið út eftir atganginn
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024