Stuttmyndir á skólaslitum Grindavíkurskóla
Viðurkenningar veittar í Grindavík
Að vanda veitir Grunnskóli Grindavíkur viðurkenningar á skólaslitum. Að þessu sinni sá aðstoðarskólastjórinn, Guðbjörg Sveinsdóttir, um að veita viðurkenningar frá skólanum. Á unglingastigi voru veittar viðurkenningar annarsvegar í 7. og 8. bekk. Fyrir góðan námsárangur og jafnar í 7.-8. bekk voru það þær Áslaug Gyða Birgisdóttir og Viktoría Líf Steinþórsdóttir úr 7.KM. Það eru ekki einungis veitta viðurkenningar fyrir góðan námsárangur heldur einnig fyrir hjálpsemi, jákvæðni og dugnað og hlaut hana Kolbrún Dögg Ólafsdóttir 8. G.
Stuttmyndasamkeppni var haldin á unglingastigi. Þar var samþætt kennsla í margmiðlun og ensku. Skilyrðin voru að það þurfti að tala ensku í myndinni og skila handriti. Nýta síðan margmiðlunartækni til að koma öllu til skila. 1. verðlaun fóru til hóps stúlkna í 9. bekk með Titanic slysið, 2. verðlaun hlutu stúlkur úr 10. bekk með The Eye og 3. verðlaun hlutu stúlkur úr 8. bekk með Bullies.
Þá var komið að 9. og 10. bekk. Fyrir bestan námsárangur fékk Margrét Rut Reynisdóttir 10.L viðurkenningu og fyrir annan besta námsárangur Katla Marín Þormarsdóttir 9.E. Margét var aftur kölluð á svið því hún hlaut Penistonebikarinn fyrir góðan árangur í ensku á grunnskólaprófi og fyrir góðan árangur í dönsku fékk hún danska orðabók. Þá fengu hún og Marinó Axel Helgason viðurkenningu fyrir góðan árangur í íslensku. Landsbankinn veitir viðurkenningu fyrir góðan árangu í stærðfræði og hlutu hana Marinó Axel Helgason 10.L og Guðný Eva Birgisdóttir 10.L, grafíska reiknivél.
UMFG veitir bikar fyrir góðan árangur í íþróttum pilta og stúlkna. Íþróttakona Grunnskólans var Ingibjörg Sigurðardóttir 10.L og íþróttamaður Hilmir Kristjánsson 10.L
Eins og áður voru einnig veitta viðurkenningar fyrir hjálpsemi, jákvæðni og dugnað. Hilmir Kristjánsson 10.L og Ivana Lukic 10.V fengu þær og Unnar Hjálmarsson fyrir vel unnin störf í þágu nemendafélgasins. Unnar er búinn að vera í nemendaráði undanfarin 3 ár og er vel að viðukenningunni kominn.
Að loknum skólaslitum var 10. bekkingum ásamt foreldrum boðið til veislu að skilnaði.