Stuttir en fallegir dagar
Það hefur gengið á ýmsu í veðurfarinu að undanförnu nú þegar aðeins er um hálfur mánuður er í stysta dag ársins. Veðrið var þó gott um helgina og sólarupprásin var falleg í Keflavík í gærmorgun eins og myndir Einars Guðbergs sýna.
Spáin fyrir mánudaginn er þó ekki eins glæsileg og er von á djúpri lægð yfir landið með miklum hvelli.