Stutt til samræmdra prófa
Samræmdu prófin í 10. bekk í grunnskólum landsins hefjast eftir rétt rúman hálfan mánuð. Prófað er í sex námsgreinum og verður fyrsta samræmdaprófið í íslensku þann 3. maí. Þann 4. maí verður prófað í ensku og þann 5. maí í samfélagsfræði. Föstudaginn 7. maí verður prófað í dönsku og mánudaginn 10. í náttúrufræði. Síðasta samræmda prófið verður í stærðfræði þann 11. maí nk.