Stútfullur Stapi af hæfileikum
Það var mikið um dýrðir þegar úrval árshátíðaratriða úr öllum grunnskólum bæjarins, Tónlistarskólanum, Bryn Ballett Akademíunni og Danskompaní voru sýnd í Stapa í dag. Þar fengu nemendur tækifæri til að sýna í alvöru sýningarhúsi með lýsingu og hljóði eins og best verður á kosið. Áhorfendur voru nemendur 5. og 6. bekkja grunnskólanna, en allir voru velkomnir á meðan húsrúm leyfði og var Stapinn þétt setinn. Víkurfréttir fylgdust með hátíðinni.